19.feb. 2019 -
Vakin skal athygli á því að styrkurinn úr Fræðslusjóði hefur hækkað. Ef félagi er búin að vera í félaginu skemur en fimm ár, þá er styrkurinn 90 þúsund fyrir árið eða 180 þúsund á hverju tveggja ára tímabili. Ef félagi hefur greitt í félagið í meira en fimm ár, þá er styrkurinn 120 þúsund á ári eða 240 þúsund á hverju tveggja ára tímabili. Auk þess er hægt að sækja um styrk fyrir námi sem tengist ekki starfi félagsmanns tvisvar á ári og fer sú úthlutun fram í júní og desember.