17.apr. 2019 -

Skógarsel er komið aftur í útleigu eftir viðgerðir. Bústaðurinn er mjög glæsilegur. Helsta nýjung er að er ný eldhúsinnrétting í eldhúsið auk þess er þar komin uppþvottavél. Á baðið er komin ný innrétting, nýr sturtuklefi og nýr ofn. Skipt var um gólfefni og hurðir. Auk þess sem við skiptum um rúm í aukahúsinu og í öðru herberginu í aðalhúsinu.