Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls félagsmanna FOSS á kjarasamningum við Samband Íslenskra sveitarfélaga og ríkisins hefst í dag mánudag 17. febrúar kl. 13:00 og stendur til miðvikudagsins 19. febrúar kl. 20.00.
Kosningin verður rafræn og ættu félagsmenn að fá sendan tölvupóst með nánari upplýsingum.
Til að atkvæðagreiðslan sé lögleg þurfa minnst 50% félagsmanna að taka þátt í henni og hreinn meirihluti atkvæða þarf að samþykkja verkfallsboðun.
Athugið að launagreiðslur frá vinnuveitanda falla niður á verkfallsdögum ef til verkfalls kemur. FOSS er ekki með með sérstakan verkfallsjóð. Félagið mun bæta félagsmönnum tekjutap þeirra á verkfallsdögum en stjórn FOSS er að skoða leiðir með hvaða hætti og hversu mikið það verður.
Upplýsingasíðu vegna verkfallsboðunar má finna hér : https://www.stag.is/is/kjaramalin/upplysingasida-vegna-verkfallsbodunar