03.mar. 2020 -

Við höfum fengið fullt af spurningum varðandi hvað stórnendur skóla og leikskóla, íþróttamannvirkja ofl stofnana mega gera án þess að fremja verkfallsbrot.
Almenna reglan er: Æðsti stjórnandi má ganga í störf undirmanna, það er skólastjóri má svara í símann, opna húsnæðið og læsa o.s.frv aðrir starfsmenn eða stjórnendur innan stofunar/skóla/fyrirtækis mega ekki ganga í störf undirmanna.
Á leikskólum mega skólastjórar þrífa að degi loknum, deildarstjórar mega það ekki. Það er einnig óheimilt að færa börn á milli deilda á leikskólum ef t.d fjórir starfsmenn eru í verkfalli á einni deild en tveir starfsmenn á annarri deild.
Ef deildarstjóri leikskóla fer í verkfall þarf að loka þeirri deild.