07.okt. 2020 -
FOSS hefur náð samningum við Air Iceland Connect um gjafabréf í innanlandsflug. Félagsmönnum býðst að kaupa gjafabréfið á 5.000,-kr og gildir það sem 10.000,- inneign í flug. Sjá nánar á Orlofsvefnum.
Auk þess höfum við bætt við okkur Hótel Glym í Hvalfirði sem hótelkosti inn á Orlofsvefnum. Tveggja manna herbergi með morgunverði á 14.000,- með aðgengi að heitum pottum.
Spennandi kostur og ekki svo langt að fara. Skemmtilegar gönguleiðir í nágreninu og spennandi safni um hersetuna í gömlu Hvalstöðinni.