Jólin eru rétt handan við hornið og komin tími á hið árlega jólaföndur FOSS.
Í ár ætlum við að bjóða upp á tvö námskeið hjá Skrúfunni á Eyrabakka.
Öll námskeiðin byrja kl. 19.
Sigrún í Skrúfunni verður námskeið í gerð pappastjörnu, pappaengla og hnífaparaskrauti.
Dagsetningarnar fyrir þetta námskeið eru mánudagarnir 28. nóvember eða 5. desember.
Einnig verður í boði námskeið í gerð aðventukransa.
Dagsetningarnar fyrir þetta námskeið eru þriðjudagarnir 29. nóvember eða 6. desember. (Uppselt á námskeiðið þann 29. nóvember)
Jólaföndrið er frítt fyrir félaga í FOSS og verður boðið upp á hressingu á meðan námskeiðinu stendur.
SKÚBB ís verður í boði fyrir alla þátttakendur.
Skráning með tölvupósti í netfangið foss@foss.bsrb.is Munið eftir því að taka fram hvaða dag þið viljið fara á námskeiðið. Takmarkaður fjöldi kemst að. Fyrstur kemur fyrstur fær.