16.maí 2023 -

Í dag fá félagar FOSS í átta sveitafélögum atkvæðaseðil um kosningu um áframhaldandi verkfallsaðgerðir. 

Líkur kosningu þann 19. maí 2023 kl. 11:00. Mikilvægt að allir félagar í FOSS taki þátt í kosningu um verkfall, þó svo að þeirra vinnustaður sé ekki að leggja niður störf.

Verkfallsaðgerðir ná til ákveðinna vinnustaða í sveitafélögunum en það er verið að berjast fyrir réttindum allra félaga í FOSS með þessum verkfallsaðgerðum. 

Mikilvægt er að lesa vel yfir atkvæðaseðilinn sem félagar fá og ræða málin. Félagar sem hafa spurninga geta sent skrifstofu FOSS tölvupóst, foss@foss.bsrb.is.

Við skulum sýna það enn og aftur í verki að félagar í FOSS eru virkir og áhugasamir um eigin kjör og réttindi. Tökum þátt í kosningunni. 

Með góðri þátttöku sýnum við baráttu fyrir bættum kjörum áhuga.